miðvikudagur, desember 29, 2004

bloggskortur?

Ég hef ekki verið duglegur að blogga og hafa lesendur því engar fregnir fengið af mér og mínum jólum. Í stuttu máli var það einhvern veginn svona

Aðfangadagskvöld í Keflavík - önd
Jóladagur í Kópavogi - hangikjöt
Jóladagskvöld, heima - gæs
Annar í jólum í Hveragerði - kökur
Annað kvöld jóla, heima - hlaðborð
Þriðja kvöld jóla, heima, allir foreldrar í mat - villigæsasúpa, innbakað nautafillet, og bláberjadessert

Nú er hamast í vinnu. Á morgun ætla félagarnir í Lárusi Rist að hittast og verða án efa fagnaðarfundir. Gamlárskvöld verður með fjölskyldusniði, með viðkomu á þremur stöðum í það minnsta. Nýárskvöld er tabula rasa, carte blanche og óskrifað blað. Hugmyndir þegnar. Bless í bili

ps.
bækur:
Halldór Laxness
Samkvæmisleikir

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home