miðvikudagur, desember 22, 2004

Að horfa upp eða niður

Ég er ekki gólf maður. Ég hef meira gaman af loftum. Kannski er það þess vegna sem skipuleg þrif á gólfum hafa setið á hakanum á mínu heimili. Maður sópar kannski einn daginn. Skúrar svefnherbergið mánuði seinna. Moppar stofuna að vori og ganginn að hausti. Hefur kveikt á fremur fáum ljósum kannski. Þetta er eitthvað system. Því ég er loft-maður. Þar sem aðrir horfa niður, þar horfi ég upp. Til stjarnanna. Jafnvel til Guðs. Og hann niður til mín.

Með þessum formála ert þú lesandi góður undir það búinn að fá þær fréttir að í gær voru öll gólfin á Kjartansgötu 10 gersamlega tekin í gegn. Auðvitað var maður lengi að koma sér að verki (ég var meira að segja lengi að koma mér að verki að skrifa um þetta). En í dag getur Guð, María, Jósep og Jesúbarnið litið niður á gólfin mín og séð sína eigin spegilmynd í glansandi bóninu.

Nei, fáviti, auðvitað gerði ég þetta ekki einn. Ásta gerði helminginn. Og nú er bannað að fara inn á skónum á Kjartansgötu 10 næstu sex mánuði.

Eru leiðinlegri verkefni til? Ja, maður spyr sig. Ásta spurði hvort mér þætti þetta leiðinlegra en að bíða eftir strætó. Hah. Mér finnst þetta leiðinlegra en að liggja í polli og bíða eftir strætó. Seriously, next time I'll leave this shit to the professionals.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home