Einkennileg tilfinning
Það er alveg sérstök tilfinning sem þetta ár, 2005, byrjar með. Einkennileg blanda af hamingju og óhamingju, Á tímum þessara hræðilegu hamfara í Asíu er maður minntur óþægilega á hversu heppinn maður í raun er. Heppinn, en samt svo lítill eitthvað. Heimurinn er stór og hættulegur en við höfum það samt svo rosalega gott hérna, sérstaklega ég.
Í gær var Orri Kárason skírður og fékk ég þar með nafnbótina Guðfaðir. Ég er heppinn.
Ég óska lesendum innilega til hamingju með árið 2005.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home