Mislestur dagsins
Hjartað tók smá aukakipp þegar ég sá að Taxi Driver væri Disney mynd kvöldsins. Það reyndist mislestur. Myndin heitir bara Tex og ég ætla ekki að horfa á þetta. Einnig finnst mér skemmtilegt að RÚV ætlar í kvöld að sýna myndina söngvakeppnin meðan söngvakeppnin Idol verður á Stöð 2. Ætlar þú að horfa á Söngvakeppnina á RÚV í kvöld?
Mér finnst þetta fréttastjóramál ennþá jafn fáránlegt. Mér finnst fréttamennirnir sem mælt var með, en voru ekki ráðnir vera búnir að leggja töluvert mikið undir núna í þessum slag. Þeim verður því, að mínu mati, mjög illa stætt á því að vinna þarna áfram, nema Auðun Georg höggvi á hnútinn. Verða ekki bara sætaferðir frá RÚV og niður á Fréttablað, í faðm Kára?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home