12. april 1987 - 2005
Þennan dag árið 1987 lét ég blása háríð á mér síðast. Setti síðan plastpoka yfir það meðan ég hljóp inn í kirkjuna til að láta fermast. Þá var pálmasunnudagur. Nú er bara venjulegur þriðjudagur og hárið liggur ljósmúsabrúnt yfir síhækkandi kollvikum starfsmanns á skrifstofu.
Ég fékk fína Amstrad einkatölvu í fermingargjöf, með tveimur disklingadrifum og Brother rafmagnsritvél sem ég hefði getað notað sem prentara ef ég hefði einhvern tímann apaheilast til að kaupa einhvern kapal milli þessara tveggja undratækja. Svo fékk ég eitthvað af peningum og pennasettum en líklega var mest notaða fermingargjöfin veglegur svefnpoki ásamt orðabókum (t.d. 5 stk af Ensk-íslenskri skólaorðabók).
Hef ekki ennþá komist á kvikmyndahátíðina, fyrir utan opnunarmyndina. Sá reyndar ágæta mynd á VHS í gær, Mar Aldentro, sem fékk Óskarinn f. bestu erlendu myndina síðast. Skil ekki alveg þetta með bestu erlendu myndina. Mér sýnist þetta meira og minna allt vera erlendar myndir sem fá óskara...
Eftir mikla rannsóknarvinnu get ég deilt því með ykkur að besta umfjöllunin um afmæli Megasar er að finna á Baggalúti. Þar er einnig hægt að lesa mjög hjartnæma grein um konu sem átti í tilfinningaflækju og gat ekki orðin hrifin í strák fyrr en á sextugsaldri - því hún var bitin af lesbíu sem barn.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home