Enn af Megasi
Af hverju er þetta ekki í Skólaljóðum?
Eirab skipstjóri skutli sínum
skaut útá svartan sjá
stingurinn loptið með hvini klauf
svo komið varð auga vart á
Móbí Dikk um sæinn svam
með silalegri hægð
en í því að þiggja Eirabs gjöf
var engin dýrinu þægð
Skutullinn hæfði hafsins borð
á hol gekk hann Rán og Unni
en vikið hafði sér hyldýpisins burr
undan hárbeittri sendingunni.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home