föstudagur, apríl 22, 2005

Göng til Eyja

Ja því ekki það. Þessi hugmynd var mikið rædd á síðasta kvöldi vetrar. Lengstu neðansjávar-bílagöng í heimi liggja nú undir Tókíóflóa, og veit ég ekki betur en það hafi blessast ágætlega. Ekki þarf nema tæpa meðalgreind til að sjá að Íslendingar eru ekki minni menn en Japanir. Og eftir að Flugfélag Íslands gafst upp á fljúga reglulega til Heimaeyjar: Hvar er mesta þörfin fyrir lengstu neðansjávargöng í heimi? Jú í gosbeltinu milli lands og Eyja. Reyndar kom upp sá umræðupunktur að það væri ástæðulaust á láta staðar numið í Eyjum. Best væri bara að gera göng til Skotlands. Eða jafnvel bara frá Eyjum til Skotlands og búa þá til eitt atvinnusvæði sem næði frá Glasgow í suðri til Heimaeyjar í norðri.

Sumri var fagnað með könnunarleiðangri. Bústaðurinn á Laugarvatni reyndist í ágætu lagi, nema pallurinn sem er að hruni kominn. Denni Kragh tónleikahaldari er byrjaður að vinna í afgreiðslunni í Gamla gufubaðinu og er nýi Porsche-inn hans á bílastæðinu fyrir utan. Rómantísku hamborgararnir á Café Kiddi Rót í Hveragerði standa undir nafni.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home