mánudagur, apríl 18, 2005

Um hlýra, hinn lítt seðjandi fisk

Fiskur er góður matur, en ekki herramannsmatur. Af hverju ekki, kynnu sumir að spyrja? Ástæðan er sú að eftir venjubunda fiskmáltíð á veitingastað í hádeginu, hlýri í þetta skiptið, þá tekur það meðalkarlmann aðeins um 2,5 klst að verða aftur glorhungraður. Nú er klukkan hálf fimm og síðustu klukkustundir hefur belgurinn á mér gargað og gólað eftir mat. Þetta er náttúrlega frekja, en maginn á mér launar bara ekki ofeldið. Þyrfti að fara að taka á þessu aga-vandamáli. Aga maga.

Lukkulegur um helgina. Nálægt því að vinna pubkvissið, skemmtilegt sörpræspartí á laugardagskvöldinu. Kom töluverðu í verk, vinnulega séð. Auðmagnið er ánægt.

Ekkert gott veður fram undan og líkur á að sumardaginn frysta beri upp á fimmtudag að þessu sinni. Kannski maður geri eitthvað? Hunskist eitthvað? Fer eftir því hvernig samgönguáætlunin gengur eftur í vikunni.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home