fimmtudagur, apríl 14, 2005

Listin að vaska ekki upp

Ég hef um árabil verið meistari í listforminu sem felst í því að vaska ekki upp, heldur skola bara allt aðeins og raða því eins smekklega og unnt er kringum vaskinn. Haganleg uppstöflun er náðargjöf sem hlotnast ekki öllum. Þessi ástundun getur t.d. lýst sér í því að eftir stóra máltíð þá sést enginn munur á staflanum, sem var jú til staðar frá því daginn áður og þar áður og jafnvel þar þar þaráður.
Af hverju er ég að skrifa þetta niður? Jú, bara til að minna mig á þetta, nú þegar uppþvottavél er að bætast í eignasafnið.

Annars er tíðindalítið á vígstöðvunum. Það stefnir í vinnuhelgi, nema hvað miðar á kvikmynd Almadóvars "Stytting framhaldsskólanáms niður í þrjú ár" (La Mala Education) eru komnir í hús.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home