Afnotanefskattur
Eitt sem ég velti fyrir mér með RÚV.
Væri það ekki mjög jafnaðarmannaleg og fín skattalækkun að sleppa þessari innheimtu bara og setja RÚVpakkann inn á fjárlög? Allir mundu sleppa við afnotagjöldin og allir græða jafnt. Það er of mikið af skattalækkunum þar sem þeir tekjumestu græða mest og of mikið af gjöldum þar sem allir greiða jafnt óháð efnahag.
Það verður líka fróðlegt að vita hvort starfsmenn RÚV og fjölskyldur þeirra þurfi að borga nefskattinn, ég er nokkuð viss um þessi hópur sleppi við afnotagjöld eins og það er núna.
Nokkrar hugmyndir varðandi RÚV.
Breyta RÁS 2 þannig að í almennum þáttum sé bara leikin íslensk tónlist. Áhersla á nýmeti aukin.
Breyta RÁS 1 þannig að meiri peningur sé til að gera menningarefni. Ég er samt ekki alveg að kaupa útvarpsleikhúsið, er það ekki svolítið barn síns tíma. Þetta er þó óumdeilanlega spennandi listform: Theatre of the mind. Kannski þarf að endurskilgreina þetta fyrirbæri og gera það framsæknara, en vera ekki að setja upp sígildu verkin og sakamálasögurnar. Hver hlustar annars á Útvarpsleikhúsið? Tja.
Breyta Sjónvarpinu þannig að það verði framsæknarar og styðji betur við bakið á innlendri framleiðslu á leiknu efni, menningarefni, heimildamyndagerð og fréttatengdu efni. Á móti þessu væri skorið niður sýningar á erlendum sápum og jafnvel væri dagskráin stytt.
Breyta yfirstjórninni þannig að þar komi inn nýtt fólk með vit á rekstri og reynslu af stjórnun. Auðun Georg væri örugglega góður útvarpsstjóri.
OK, þetta er kannski ekki fullmótað. Líklega mætti ganga svo langt að það væri bara ein fjölbreytt útvarpsrás og ein góð sjónvarpsrás án auglýsinga. Eða jafnvel sleppa RÚV yfirleitt og nota peningana til að búa til dagskrá sem væri svo útvarpað hjá öðrum miðlum. Þetta gæti skapað grundvöll fyrir meiri fjölbreytni og samkeppni á þessum markaði.
Ha?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home