Tvennt sem mig langar að röfla um
a) Draumleikur
Fórum á sunnudagskvöldið að sjá Draumleik hjá Nemendaleikhúsinu. Þetta er ein magnaðasta leikhúsupplifun í lengri tíma. Reyndar er verkið gamalt og flókið en tekið til nútímans á mjög áhrífaríkan hátt og sviðsmyndin er ein sú alskemmtilegasta sem ég man eftir.
aa) The Life Aquatic With Steve Zissou.
Var búinn að hlakka lengi til að sjá þessa mynd, jafnvel allt frá því að ég sá The Royal Tenenbaums á sínum tíma. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum í Stóra salnum í Háskólabíói. Myndin datt aðeins niður á stuttum kafla en í heildina séð er þetta eitt skemmtilegasta bíó sem ég hef séð lengi. Búningar, karakterar, tónlist og hugmyndaauðgi par exellans.
Annað var það ekki.
Góðar stundir.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home