mánudagur, mars 21, 2005

Evróvisjón?

Fróðir menn segja mér að Íslendingar ættu að teljast heppnir ef þeir komast upp úr undanrásunum í Eurovision með lagið hennar Selmu. Er ekki týpískt að mönnum finnist lagið fyrst ömurlegt, en síðan þegar nær dregur keppni þá fáum við þjóðernisblindu (þjóðernisheyrnarleysi?) og fílum lagið í botn. Minna má á að Ruslana þurfti að fara í undanrásir síðast og vann svo.

(Kannski mætti koma þessu þannig fyrir að ef við náum ekki góðum árangri í undankeppninni þá fengjum við að einn séns að lokum, og mundum mæta Makedóníumönnum í Kaplakrika eins og í handboltanum.)

Varðandi lagið hennar Selmu og hvort mér finnist það gott eða vont þá get ég ekki svarað því, því ég man ekki hvernig það er þótt ég hafi heyrt það áðan. Ég mundi líklega ekki hringja og gefa því stig ef það væri í einhverri keppni. Mér finnst raunar algjör metnaðarleysi hjá RÚV að hafa ekki almennilega forkeppni. Idol-hæpið sýnir eftirspurnina eftir sviðskeppnum, auk þess sem slík keppni mundi styðja við bakið á þeim sem vilja semja sjálfir og koma sér á framfæri. Við hliðina á þessu konsepti afhjúpast Idol-keppnin sem sykurlegin karókíkeppni á einum hundraðasta af heimsmælikvarða.

Ég hef ákveðið hvaða landi ég gef stig í næstu keppni: Molvaníu. Sjáið endilega þeirra frábæra framlag:

http://www.molvania.com/images/Elektronik_Supersonik.mpg

Lesið meira um þetta athyglisverða land hér: http://www.jetlagtravel.com/molvania/

dæmi: "Although there is no FM-band, pop music can be heard on the AM-band or
the more popular CB-band."

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home