Ályktun!
Man einhver eftir því hver sagði þetta: „Ályktun!“ og síðan kom, jú, ályktun. Hér vildi ég nefna það að mér finnst hún skrýtin, og jafnvel barnaleg, ályktunin hjá félagi fréttamanna sem sögðu sem svo: Komi Auðun Georg Ólafsson til starfa hér sem fréttastjóri þá munum við ekki vinna með honum. Mér finnst vanta nánari útskýringu á þessu. Ætla þeir ekki að mæta? Ætla þeir að mæta en ekki tala við Auðun? Ætla þeir bara að halda sína eigin fréttafundi og ákveða bara sjálfir hvað verður í þeirra eigin fréttum eða hvað?
Það sem þeir eru auðvitað að reyna að er að nota samtakamáttinn til að knýja fram niðurstöðu sem fréttamenn geta almennt fellt sig við. Ef sú niðurstaða, sem nú er uppi, stendur munu einhverjir hætta. Líklegastir eru þeir sem metnir eru hæfastir af öllum nema útvarpsráði. En hinir? Ætla þeir að hætta líka eða bara taka Auðun Georg í silent treatment? Auðvitað væri lang effektívast að þeir sem ætla sér að leita á önnur mið eftir þessa niðurstöðu komi bara fram og leggi starfið að veði: This fréttastofa isn't big enough for the two of us! Þá væru menn bara með skýra valkosti. a) eða b)
Hvort mundi vera betra fyrir fréttastofu útvarpsins að hafa a) Auðun Georg eða b) Óðinn Jónsson, Arnar Pál Hauksson, Friðrik Pál Jónsson og Hjördísi Finnbogadóttur? Svari nú hver fyrir sig.
Vísbending við hinni spurningunni í upphafi röfls: Persónan var í barnabók.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
2 Comments:
Var það ekki einkaspæjarinn Nick Knatterton sem ályktaði stöðugt og komst alltaf að réttri niðurstöðu? Hann var magnaður!
Maggi
Rétt Maggi, það var Nick sjálfur.
Þú hefur unnið þér inn ískaldan Gunnars bjór á Celtic Cross næst þegar þú kemur til landsins
Skrifa ummæli
<< Home