sunnudagur, maí 01, 2005

Rúanda andvaka

Vorum að koma af Hótel Rúanda. Sláandi mynd. Ætti að vera skylduskoð. Lögboð. Allir eiga að skila skattframtali og fara síðan á Hótel Rúanda. Ertu búinn að sjá Hótel Rúanda? Ekki? 3500 króna sekt!

Mánudagur yfirvofandi. Skrýtið þetta með fyrsta maí. Sunnudagur. Það kallar maður ekki frídag verkalýðsins. Spandera þessum fína sunnudegi í að mótmæla og þurfa síðan að mæta í vinnuna morgun. Ekki góður díll. Betra að mótmæla í miðri viku. Hvíla sig svo á sunnudegi. Gera eitthvað með fjölskyldunni. Fara í bíó. Hótel Rúanda. Andvaka. Eitthvað.

Endurtek hollráð til þeirra sem vilja búa til gott lasagne. Byrja snemma á sósunni. Helst daginn áður. It's worth it baby. Á afgang. Læðist kannski í ísskápinn í nótt. Andvaka. Eitthvað...

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home