föstudagur, apríl 22, 2005

Kvikmyndir

Ætlaði á kvikmyndahátíð í gærkvöldi, en þá brá svo við að engin áhugaverð mynd var kl 20. Því var brugðið á það ráð að halda litla kvikmyndahátíð heima í staðinn. Náði mér í Borg Guðs, Cidade de Deus, sem var, og er, snilld. Frábær myndvinnsla og úrvalsgóð tónlist, óhugnanlegt þema um vonleysi valdbeitingar-örbigðarinnar, ef svo stórt orð mætti nota. Íslensk textinn var þó asnalega þýddur úr ensku, þannig að að flestar persónurnar, flestar leiknar af óreyndum íbúum fátækrahverfa, hétu enskum nöfnum, Carrot, Knockout-Ned og svo framvegis. Góð mynd.

Í kvöld lýkur kvikmyndahátíðinni að mér skilst, en vonandi lifa einhverjar myndir hátíðina af í sölum bíóhúsanna. Ef einhver er að lesa þetta sem ræður einhverju um það þá á ég eftir að sjá Untergang. Hafið hana aðeins áfram. Lofa að kaupa fullt af popi þegar ég kemst.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home