miðvikudagur, apríl 27, 2005

Chelsea Liverpool

Vona að Manchester United vinni. Reyndar ótrúlegt hvað Liverpool hafa verið góðir í Meistaradeildinni m.v. hvað þeir hafa verið slakir í deildinni. Líklegast er að Chelsea taki þetta, það segir tölfræðin. Þó gæti Liverpool alveg strítt þeim, mér fannst þeir fara illa með Juve, og því þá ekki Chelsea? Alveg er ég viss um að blóðið sýður í Steven Gerrard að bæta fyrir sjálfsmarkið í úrslitaleik deildarbikarins. Þá sögðu gárungarnir reyndar að hann væri búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Chelsea.

Hitti Robert Plant á dögunum. Tónleikarnir hans voru miklu skemmtilegri en ég átti von á. Ske voru líka góðir og sjálfur var ég ekki sem verstur. Ef ég heyrði rétt þá er Robert Plant næsti maður fyrir ofan Jón Ásgeir í Baugi á lista yfir ríkustu menn Bretlandseyja. Ætli maður mundi nenna á tónleika með Jóni Ásgeiri? Og þó.....Robert Plant fyllir Höllina, en Jón Ásgeir Royal Albert Hall. Gerum ekki lítið úr því.

Orri frændi minn tekur stakkaskiptum í Danmörku. Litli dökkhærði guðsonur minn frá því í janúar hefur samkvæmt myndum breyst í ljóshærðan ungling. Hratt gerist það. Svo er nýr ættingi á leiðinni í júní. Það er allt að fyllast af börnum. Í september október er svo von á barnasprengju í vinahópnum án þess að farið verði nánar út í það á þessum vettvangi.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home