föstudagur, apríl 29, 2005

Tóm helgi fram undan

Oft er talað um tóma hamingju. Það er athyglisvert að hugsa sér hamingjuna sem tóman hlut. Ef einhverju er bætt tunnuna minnkar það svigrúm sem maður hefur - til að vera hamingjusamur. Best er því að geta lifað alveg galtómu lífi þar sem ekkert kemur á milli manns og manns sjálfs. Það er tóm hamingja. Ekkert sem abbast upp á það. Ætli þetta sé ekki svipað og þegar menn tala um að vera þeir sjálfir. Þá eru þeir strippaðir inn að beini, allar grímur og búningar eru á braut og hver getur verið um sig og ekkert annað. Tóm hamingja. Þess vegna tæma menn hugann og eru tómir í hausnum. Þess vegna eru vitleysingarnir alltaf glaðir og glottandi meðan íhugula fólkið springur úr harmi. Tóm hamingja.

En nú er tóm helgi fram undan. Ekkert planað. Tveir dagar fullir af tækifærum. En miðað við það sem á undan er ritað, væri líklega best að gera ekki neitt. Ástunda tóma helgarhamingju. Gera ekki rassgat. Er einhver góður leikur í sjónvarpinu? Varla, öll úrslit eru ráðin. Góðar myndir í bíó? Já, en of margar. Þarf að taka til hendinni heima? Næsta spurning....

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home