Að blogga eða ekki að blogga?
Það er efinn. Held ég bloggi bara ekkert í dag. Hafði rétt fyrir mér með gærdaginn. Auðvitað. En í dag hef ég ekki tíma til að velta ástandi heimsins mikið fyrir mér. Ég hef til dæmis engan tíma til að velta fyrir mér leiknum sem ég ætla að horfa á á morgun. Tvö risalið mætast í leik sem skiptir öllu máli, þeir sem tapa eru gjörsamlega búnir að klúðra leiktíðinni, hinir geta verið sæmilega sáttir við sinn hlut eftir veturinn. Þarna munar öllu. Gordon Strachan talar um að ef Man Utd getur lokað á Pires og Cole á vinstri kantinum þá séu þeir í góðum málum. Strachan veðjar heldur á United, sérstaklega ef Henry verður ekki með. Ég hef reyndar fulla trú á að Arsenal geti unnið, á góðum degi hjá þeim finnst mér þeir vera að spila besta fótbolta í heimi. Manchester United á þó hug minn og hjarta og bind ég vonir við að Rooney klári þetta. Í mínum villtustu draumum fer skorar Scholes eftir tilþrifamikið einstaklingsframtak hjá Rooney. En ég hef engan tíma til að velta þessu fyrir mér.
Formannsvalið í Samfylkingunni ræðst á morgun og tekur þá Ingibjörg Sólrún við stjórnartaumunum í flokknum. Össur átti að mörgu leyti snarpari og kraftmeiri kosningabaráttu að mínu mati, en Solla er of sterk fyrir hann held ég. Össur er góður náungi og hefur þrátt fyrir allt náð að styrkja stöðu sína vel og nýtur þess örugglega með einhverjum hætti þótt hann verði ekki formaður. Sollu þekki ég ekki og verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir fyrir flokkinn, en ég hef engan tíma til að velta því fyrir mér. Verður Lúðvík varaformaður, eða Ágúst? Það verða aðrir að spá í. Ég held bara að Ágúst ætti að taka þetta. Finnst Lúðvík samt ágætur, styður hann nokkuð göng til Eyja? Göng til Eyja eru svo vitlaus að þau mundu enda í Nýfundnalandi ef af verður.
Eurovision? Kannski ætti ég að fjalla aðeins um það?
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Þú átt eftir að gráta þegar flautað verður til leiks í boltanum í sumar ... - Illyrmill Sindri Grimmúlfsson
Skrifa ummæli
<< Home