Chirac borðar ekki enskan mat?
Mogginn alltaf fyrstur með fréttirnar: Frakki gerir grín að breskum mat!?! En ekki hvað?
Mig langar til útlanda en vegabréfið mitt er runnið úr gildi. Af hverju þarf ég að fara á Útlendingastofnun til að fá vegabréf? Ætti maður ekki að fara á Íslendingastofnun? Reyndar væri eðlilegast að hætta að láta Bandaríkjamenn ráða því hvernig vegabréfin okkar eru. Ef við þyrðum því þá gætum við til dæmis látið Árnastofnun gefa út íslensku vegabéfin. Þau væru þá upprúllað kálfsskinn letrað með hrafnagalli og krækiberjalyngsbleki með teiknaðri mynd af viðkomandi manni. Þetta gæti verið gríðarlega athyglisverð landkynning, ekki síst til landamæravarða veraldarinnar, sem mundu svo bera fagnaðarerindið um Ísland áfram.
Nei ég er ekki að fara til útlanda. Í staðinn flyt ég á Reynimel.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home