Leðurstofa Íslands
Leðrið klukkan átján. Höfum fest kaup á tveimur leðursófum í stofuna. Ikeagarmurinn verður í Athvarfinu, eins og sjónvarpsherbergið er kallað. Þar mun ég sitja með bjór og horfa á fótbolta meðan Ásta er með saumaklúbba. Og öfugt. Ehemm. Þvottavél er líka komin í gang. Málaði baðkarið ljóta með glansandi og baneitruðu epoxylakki. Hugmyndavinna vegna eldhússins stendur enn yfir en nú eru á lofti skemmtilegar pælingar sem fela það m.a. í sér að ísskápur reki afturendann inn í svefnherbergið. Athyglisvert ha? Nú? Er. Er.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Það má nota utanáliggjandi æðakerfi ísskápsins til að þurrka þvott og eiga þ.a.l.ylvolga sokka á hrollköldum vetrarmorgnum. Ykkar verður minnst sem frumkvöðla í baráttunni við heimsrökkvunina.
Skrifa ummæli
<< Home