fimmtudagur, ágúst 04, 2005

2110

Hvannadalshnjúkur er 2110 metra hár. Eða 2109,6m ef menn vilja vera nákvæmir. Ég vann getraunina sem sagt.
Halldór Ásgrímsson tilkynnti fjölmiðlamönnum um að hnjúkurinn væri lægri en áður var talið. Einn þeirra spurði: Hyggstu grípa til einhverra aðgerða?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég skal ekki segja. Ég giskaði á 2109 og rétt hæð reynist 2109,6. Er hægt að segja að hnjúkurinn sé 2110 þegar hann sannanlega nær ekki þeirri hæð? Hæðin nær 2109, ekki 2110. Mér finnst asnalegt að láta huglæga námundun ráða þessu. Það er alveg eins hægt að námunda í 2100 - fer allt eftir viðmiði hvers og eins. Mér finnst ég hafa unnið.

Kjarri

12:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home