fimmtudagur, júlí 28, 2005

66 milljarðar

Hæsti símreikningur í sögu þjóðarinnar. Sit hér og hlusta á Talstöðina. Íslendingar eru orðnir svo miklir kapítalistar að það er bein útsending frá einkavæðingu Símans. Íslenska landsliðið í fjármálum er að brillera. Tryggingamiðstöðin og Atorka og Byko lutu í lægra haldi fyrir Bakkbræðrum, KB banka og lífeyrissjóðum og allt í beinni á Sýn. Eða Talstöðinni. Fréttamenn 365 á staðnum hamast við að pumpa upp stemmninguna þótt ég hefði viljað fá nánari lýsingar eins og t.d. :„Bjarni Ármanns er órólegur, strýkur gegnum hárið og gjóar augunum á Sigurð Einarsson sem er að skrifa eitthvað á blað. Hann réttir Óskari Magnússyni blaðið og og og og jú Óskar glottir. Hann glottir. Glæsilega gert hjá Óskari. Hann réttir blaðið áfram á Margeir Pétursson, glæsilega gert....". Það verður örugglega svona lýsing þegar Spítalarnir verða einkavæddir. Hlýtur að styttast í það.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home