mánudagur, ágúst 08, 2005

Vandað efni

Fyndið að þulurnar á RÚV skuli þurfa að taka það sérstaklega fram í dagskrárkynningum að um vandað efni sé að ræða. Í gær var kynnt: „Vönduð kanadísk heimildamynd um uppgang Adolf Hitler“. Er þá allt annað efni algjör rusl? Reyndar er flest efni í sjónvarpinu algjört rusl. Woody Allen: „Í Hollywood fara menn ekki út með ruslið, þeir setja það í sjónvarpið“.

Ekki þar fyrir utan, myndin um Hitler var ágæt og Robert Carlyle var fínn, það er samt alltaf svo asnalegt að sjá Þjóðverja leikna á ensku.

Á þetta að verða munstrið á sunnudagskvöldum á RÚV? Nýbúin „vönduð“ þáttaröð um Napóleon, nú Hitler. Hvað verður næst?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er verið að undirbúa jarðveginn fyrir 52.þátta flokk um D.O.

2:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home