Össi sleggja
Í kvöld á að fara með sleggjuna á hlaðinn vegg í nýja eldhúsinu og massa hann niður. Eini gallinn er að mig vantar sleggju. Kallinn er sleggjulaus. Reikna með því að kaupa eitt stykki sleggju í BYKO. Ekki fer maður að leigja sleggju. Annað hvort á maður sleggju eða ekki. Líklega er betra að eiga. Lúðalegt að leigja sleggju, ég mundi ekki einu sinni þora að spyrja að því - allra síst þar sem fagmennirnir versla.
Þetta er allt að gerast. Stefnt er að flutningum á laugardag, en gæti þó frestast fram á sunnudag, til að koma meiru í verk á nýja staðnum áður en draslið kemur á staðinn.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Hvurs lags sleggjudómar eru þetta?
ÁA
Skrifa ummæli
<< Home