fimmtudagur, september 15, 2005

Andlausi dagurinn

var haldinn hátíðlegur í dag. Ég kenni því um að hafa horft á tvo leiðinlega fótboltaleiki í athvarfinu í gær. Meistaradeildin veldur mér vonbrigðum, sem er kannski eðlilegt í ljósi þess að hún er að skríða af stað og menn fara sér varlega. Leitt að Rooney hafi verið rekinn út af fyrir að klappa dómaranum lof í lófa. Eru ekki til einhver meðferðarúrræði fyrir pilt? Hefur kerfið brugðist honum?

Mæli með krabbasalatinu í Fylgifiskum. Vá hvað það er gott!

Hafa menn tekið eftir dularfullu auglýsingunum með andlitinum í blöðunum? DV uppýsti í dag að eitt þeirra væri Þorgerður Katrín í karlmannsgervi. Á morgun verður upplýst hvað hér er á ferðinni og verður spennandi að sjá, ha.

Íbúðin á móti, sem staðið hefur auð síðan að, og ef til vill vegna þess, fluttum inn, hefur verið seld, það þýðir að ég þarf bráðum að hætta að spranga um nakinn. Þarf að finna þennan bölvaða náttslopp.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home