mánudagur, september 12, 2005

Strákarnir ykkar

Var ekki nógu sáttur við myndina Strákarnir okkar. Fullt af lúmskt fyndnum atriðum og í heildina litið ekki leiðinlegt, en það var eins og myndin vissi ekki hvert hún væri að fara. Frekar eins og lagt hefði verið upp með sögu um homma, en síðan ákveðið á seinni stigum að nota frekar öll fyndnustu klippin og vona það besta. Þess vegna varð sagan sjálf bara flöt og asnaleg og aðalpersónan náði aldrei neinu momentum eða almennilegu drama. Unglingurinn var góður og mamma hans líka og Jón Atli flottur.

Mér hafði verið sagt að gallað eintak hafi verið frumsýnt og nýtt ætti að vera komið í bíóhús, en kommonn. Hljóðið var ónýtt á köflum og litaleiðrétting ekki skárri. Þetta gengur ekki strákar.

Helgin annars góð, enn ein frægðarför á Pöbbkvissið, nú mæta manni bölbænir á Grandaranum því ég hef ekki tapað síðustu skipti sem ég hef mætt. Hvað er til ráða?

Róleg helgi sem vonandi markar mikla framför í endurhönnun R-39. Kominn tími til að dangla í klárinn á þeim bænum.

Reyndar eru uppi spennandi hugmyndir um óvæntan sumarauka, en meira um það síðar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home