miðvikudagur, september 07, 2005

Hádegisverðurinn er aldrei vondur

Þá er komið að því að birta niðurstöður mínar af hálfs árs rannsóknum á hádegisverðum miðborgarinnar.
Ég deili með ykkur, kæru lesendur, því sem er mér finnst best í belginn á nokkrum sviðum, og enda á því að tilnefna besta matinn -allt á viðráðanlegu verði innan fimm mínútna göngu frá Austurstræti.

Besti skyndibitinn: Bæjarins bestu.
Besti oriental maturinn: Kínahúsið
Besti thai maturinn: Krua Thai
Besta kaffið: Segafredo
Sérkennilegasti staðurinn: Sægreifinn, Verbúð 8.
Bestu frönsku kartöflurnar: B5
Besti hamborgarinn; 101
Oftast farið á: Hressó

Og besti maturinn: Ostabúðin, Skólavörðustíg. Dásamlegir fiskréttir á 940 kall.

Þar hafið þið það. Einhverjar spurningar?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tékkaðu á Yndisauka í Iðu húsinu. Lúxus samlokur og salöt á ekki svo margar krónur.

ks

2:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þar fæst líka gos á "hagstæðu" verði

2:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En hvað með kaffibennslunna????????????????????

1:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home