föstudagur, september 09, 2005

Auglýsingaiðnaðurinn kvaddur

Verðið skiptir máli. Ég læt ekki bjóða mér okur auglýsingastofanna lengur. Hér eftir beini ég öllum mínum viðskiptum til Mánahönnunar .

Áhugafólki um labb er bent á gönguna í fyrramálið þar sem gamla leiðin á Þingvelli verður farin til minningar um Þorstein Gylfason. Þetta er sama leiðin og Ludvig Wittgenstein fór (reyndar á hestbaki) þann 14. sept 1912. Lagt af stað frá Grænuhlíð 19 kl. 7:00 í fyrramálið og farið með bílum upp að Rauðavatni og gengið þaðan. Verða þátttakendur svo fluttir til baka með rútu seinni part dags.

Skrifstofurými Inntaks er að taka á sig mynd og gengur hraðar en framkvæmdir á Reynimel. Hmmm.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home