mánudagur, september 12, 2005

Verra veður?

Er ég einn um það, eða hefur ekki verið almennt verra veður hérna eftir að Davíð tilkynnti að hann mundi hætta? Er náttúran jafn skekin og við, ef okkur skyldi kalla? Hafa lögmálin verið tekin úr sambandi eins og smásögunni hans Andra Snæs? Er, með öðrum orðum, kannski allt á leiðinni til helvítis? Það skyldi þó ekki vera. Alla vega skilst manni að Ísland hafi nú verið hálfgert helvíti á jörð áður en Davíð tók við stjórnartaumunum af alkunnri náð sinni. Heill þér öldungur, heill þér meistari. Gefðu okkur góða veðrið aftur.

Varð svo heppinn að sjá, að ég held, heimsfrumflutning á nýju lagi eftir Nick Cave um helgina í flutningi Ólafs Darra í Tjarnarbíói. Minntist þess þá þegar ég sá þann hinn sama á sama stað eiga stórleik í Sweeney Todd fyrir margt löngu. Margt hefur breyst. Þá var Darri bara í skólaleikriti, en nú var hann að frumflytja lag sem ber meistara sínum fagurt vitni. Mikið er mannanna bröltið, segjum við goðin.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home