Ekki lengur tími til að breyta?
Nú lítur út fyrir að það gangi eftir að Sjálfslyndir myndi meirihluta í Reykjavík. Það verður falleg sjón eða hitt þó heldur. Það verður lítill vandi að semja um málefnin enda standa báðir flokkarnir fyrir í besta falli óbreytt ástand (Flugvöllurinn til dæmis) en í versta falli argasta afturhald, fyrirgreiðslu, flokksgæðingastrokur og gamaldags risavaxin mislæg gatnamót.
Auðvitað vonar maður auðvitað að stjórn borgarinnar verði farsælli en lýst er hér að ofan, svona virkar nú einu sinni lýðræðið. Hlutverk Reykjavíkurlistaflokkanna felst þá í því að halda mönnum við efnið og minna á fögru fyrirheitin þegar líður frá kosningum. Aðalatriðið er að það verði áfram gott og skemmtilegt að búa í Reykjavík.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home