sunnudagur, maí 28, 2006

Sturla Böðvarsson sigurvegari

Það er óhætt að kalla þetta kosningarnar sem enginn vann. Eða allir töpuðu. Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki markmiðum sínum um hreinan meirihluta. Frjálslyndir bæta við sig fylgi, en ekki manni. Framsókn tapar manni frá R-lista samstarfinu en VG stendur á sléttu. Samfylking bætir við sig manni frá því síðast en fær ekki nægt fylgi. Þeir sem tapa samt allra mestu að mínu mati eru þeir sem lögðu sig fram um að slíta R-lista samstarfinu. Ætli þeir séu ánægðir með sinn hlut núna?

Enginn vann, ekkert breytist og líklega tekur Reykjavík skref afturábak. Ef Sjálfstæðisflokkur myndar meirihluta þá verður það hlutverk Samfylkingarinnar að halda þeim við efnið og láta þá standa við bleiku loforðin. Það sem mér þykir verst er að hugsa til þess að flugvallarmálið verður örugglega sett í frystikistuna og risastórt mislægt gatnamótaskrímsli verður byggt við Kringluna. Sturla Böðvarsson hlýtur að vera nokkuð ánægður.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home