Frábær krummafundur
Stórgóður krummafundur var haldinn í gær. Við byrjuðum á því að hitta Braga Ólafssson og fengum að gægjast inn í hugarfylgsni hans. Ég keypti af honum bókina Sendiherrann og hlakka mikið til að lesa hana. Svo beitti einn félagsmaður áhrifum sínum og við fórum á Litla ljóta andarungann og hittum Halldór Baldursson skopmyndateiknara. Bókin 2006 í grófum dráttum seldist afar vel þetta kvöld og fer nú hver að verða síðastur að næla sér í eintak. Aukaupplag á leiðinni í Bókabúð Máls og menningar að því ógleymdu að Eymundsson Austurstræti var að biðja um 80 eintök í viðbót. Salan er semsagt hafin. Líka á netinu.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home