fimmtudagur, mars 15, 2007

Þjóðlendur - kvóti

Þessi misserin gengur fjármálaráðherra Árni Mathiesen hart fram í að sanka á eina hendi, nei ekki stofnbréfum í SPH, heldur ýmsum landspildum viðsvegar um landið. Það eru kallaðar þjóðlendur. Svo hart er fram gengið að meira að segja þinglýst sölugögn duga ekki til að slá á kröfur valdhafans, og heimtar Árni meðal annars landssvæði sem hann seldi Reykjavíkurborg fyrir ekki svo löngu á Hengilssvæðinu. Hver á þessar þjóðlendur ef ekki þjóðin? Er þetta hugsanlega mesta þjóðnýting í sögu Íslands?

Og hvað þá með fiskinn í sjónum? Gilda allt önnur lögmál um hann? Hvað gáfu menn í raun og veru með kvótanum? Og hvað seldu útgerðarmennirnir á milli sín í kjölfarið? Var það þjóðareign? Getum við þá ekki fengið hana til baka með sömu rökum og ráðherrann heimtar land af bændum án bóta.

Ef það geta verið til þjóðlendur, þá geta verið til þjóðarmið. Ef þjóðin getur átt land, þá getur hún líka átt fisk.

Svo vil ég láta setja í stjórnarskrána ákvæði um að menn taki hana alvarlega.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home