Skipið
Festi kaup á Skipi Stefáns Mána á mánudag. Lauk við hana í gær þriðjudag. Mögnuð lesning en áður hef ég lesið bækur hans Svartur á leik og Túristi mér til mikillar ánægju. Það býr einhver frumkraftur í þessum sögum - orkurík söguleg og 'menningraðleg' tenging, jafnvel heimspekileg, sem ég fæ mikið út úr að upplifa í lestri. Og spennandi líka, og án þess væri hitt dautt. Ég hlakka til að lesa eldri bækur Stefáns Mána: Dyrnar að Svörtufjöllum, Myrkravél, Hótel Kalifornía og Ísrael, saga af manni.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
1 Comments:
Ég var ánægður með Svartur á leik, en Skipið er ég ekki glaður með. Hótel Kalifornía tók af mér tíma sem ég fæ ekki aftur.
Skrifa ummæli
<< Home