mánudagur, maí 14, 2007

Sigurinn er ljúfur

Það var gaman að sjá Manchester United lyfta bikarnum í gær.

Allir vita hvernig kosningarnar fóru. Allir töpuðu og allir unnu, miðað við skoðanakannanir, miðað við síðustu kosningar, þarsíðustu kosningar og svo framvegis bla bla bla.

Mér leið þó ekki eins og sigurvegara, enda hefði ég viljað koma Gumma á þing og sjá stjórnina falla.

Ég var samt hissa í morgun að sjá fréttir um að líklega myndi stjórnin starfa áfram, þangað til ég mundi eftir leikritinu sem sett var á svið með Vilhjálmi Þ. og Ólafi F. í aðalhlutverkum í fyrra. Er Jón Sigurðsson tekinn við rullu Ólafs F. eða ætlar hann að kýla á áframhaldandi samstarf. Þetta hlýtur að skýrast í dag.

Ætli það sé verið að mynda alvörustjórn bak við tjöldin? Kemur í ljós. Kannski halda þeir bara áfram af gömlum vana. Það er ekki eins og eins manns meirihlutinn velti á Kristni H. Gunnarssyni.

Held samt að Björn Ingi og félagar vilji fara í stjórnarandstöðu til að auðvelda yfirtöku þeirra á flokknum næstu árin. Þetta les ég út úr bloggi Péturs Gunnarssonar, (sem sá ástæðu til að blokkera fyrir komment frá mér á síðuna sína eftir að ég benti á líkindi með neikvæðum auglýsingum Jóa í Bónus gegn BB og XB gegn Steingrími J.). Ég fyrirgef honum þetta enda örugglega mikið stress í gangi í hans herbúðum á þessum tíma, held að Pétur sé engin netlögga.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home