mánudagur, október 22, 2007

Í dag eru akkúrat 6.011 ár frá sköpun heimsins (skv. kenningum James Usshers sem var enskur biskup á 17. öld.

Besta útlenska bandið á Airwaves: Chromeo
Besta íslenska bandið á Airwaves: Sprengjuhöllin.

Þessum dómum ber að taka með þeim fyrirvara að ég sá aðeins eftirtaldar sveitir:
Boys in a Band (stórgóð), Ungdomsskolen (ágæt), Sprengjuhöllina (mögnuð), múm (þreytt), of Montreal (góð), Hjaltalín (frábær), Hafdísi Huld (sæmó), Steed Lord (hress), Bonde do Role (æðisleg) og Chromeo (stórkostleg).

Einnig sá ég FM Belfast (galgopaleg) í hinu frábæra Take-Off partíi Icelandair.

Ætli þetta sé ekki best heppnaða Airwaves hátíðin til þessa? Iceland Airwaves lengi lifi!

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Meðal þeirra sem aðhylltust tímatal Usshers var Isaac Newton.

Helstu gagnrýnendur Usshers voru hins vegar Jesuítar. Þeir vissu um kínverskar heimildir sem gátu rekið söguna aftur 1000 árum lengra eða svo.

Þetta þóttu góð vísindi á sinni tíð en tímatal Usshers varð einkum frægt vegna þess að það var alltaf prentað með enskum biblíuútgáfum.

11:35 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home