föstudagur, nóvember 23, 2007

Klassík í Tjarnarbíói

Var að koma af sýningunni Hedda Gabler í Tjarnarbíói. Verkið er löngu orðið klassískt en það snýst um stórmerkilega aðalpersónuna - sem er líklega ein mesta ráðgáta leikbókmenntanna. Af hverju gerir hún það sem hún gerir? Það verður hver áhorfandi að dæma um fyrir sig. Leikhópurinn Fjalakötturinn nálgast verkið af virðingu og býr því glæsilegan búning í anda þess tíma er verkið var skrifað. Stórmerkilegt framtak, alvöru drama og að flestu leyti vel gert og ég þakka fyrir ánægjulega kvöldstund.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home