Leikurinn á eftir
Fyrir hundruðum ára hugði danskur kóngur á innrás í Ísland. Sendi hann njósnara á vettvang í líki hvals en honum leist ekki á blikuna þegar fyrir urðu bergrisi, örn, dreki og griðungur. Kóngur meðtók þessa njósn og féll frá frekari áformum um innrás.
Á eftir mætir íslenska landsliðið Dönum á Parken. Ekki ætla ég að vera ásakaður um ófaglega umfjöllun um landsliðið, en bendi á að þetta er sama landsliðið og fékk á sig þrjú mörk í Lichtenstein. Þjálfarinn er nýr. Hefur hann fundið bergrisann? Leiðir hann griðunginn fram á Parken? Munu örninn og drekinn sveima yfir baunaborginni? Eða verðum við einfaldlega sömu dvergarnir, kálfarnir og lóuþrælarnir og verið hefur að undanförnu?
UPDATE:
Kálfurinn stangaði boltann beint á frían Dana. Lóuþrælarnir feyktust í burt í öðru markinu og í því þriðja voru dvergarnir með of stutta fætur til að ná í boltann. Annars var reyndar ekki spilaður fótbolti í þessum leik, þetta var eitthvað annað. Nema einn leikmaður í íslenska liðinu hélt að hann væri að spila fyrir Brasilíu, Veigar Páll. Flottir taktar en árangurslitlir. Teodór Elmar var ágætur. Áfram KR.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home