mánudagur, september 29, 2008

Davíð þjóðnýtir Glitni

Orðið pilsfaldakapítalismi kemur óneitanlega upp í hugann á þessum tímamótum sem marka algjört skipbrot hólmsteinskunnar á Íslandi. Kaldhæðnislegt að forsætisráðherrann fyrrverandi sem gumaði sig af því að hafa 'tæmt biðstofurnar í stjórnarráðinu' skuli þurfa að sópa upp leifunum af spilaborg græðgisvæðingarinnar. Minnir mig ekki rétt að hinum ýmsu sjóðum ríkisins var steypt saman í FBA sem var seldur Orca hópnum og rann svo inn í Íslandsbanka sem síðar varð Glitnir. Nú eru sjóðirnir komnir aftur heim! Það má því alveg segja að þetta hafi verið enn ein misheppnaða einkavæðingin.

Að þessu sögðu vona ég þó að þessi aðgerð heppnist enda liggur mikið undir fyrir fólkið í landinu, sem og starfsfólk bankans. Líklega verður hægt að selja hlut ríkisins aftur þegar um hægist á mörkuðum.

Meðfylgjandi mynd er úr herferð Glitnis til kynningar á nýju nafni

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home