föstudagur, janúar 16, 2009

Hannes hrósar Wade og Þorvaldi Gylfasyni

Í níðgrein sinni um Robert Wadeí Fréttablaðinu í júlí, áður en frjálshyggjuhrunið brast á, líkir HHG honum við Ditmar Blefken sem rægði Íslendinga á 17. öld. Hannes minnir einnig á að Þorvaldur Gylfason var duglegur í því að vara við ástandinu. Ekki er minnst á það að Davíð hafi varað við neinu.


Nú er nýr Blefken kominn til sögunnar, þótt hann láti sér nægja stutta grein í breska blaðinu Financial Times 1. júlí. Þar heldur Robert Wade, stjórnmálafræðiprófessor í Hagfræðiskóla Lundúna, því fram, að íslenska hagkerfið standi á brauðfótum. Bankarnir hafi verið seldir óreyndum aðilum, tengdum „íhaldsmönnum“, eins og hann orðar það. Líklega muni ríkisstjórnin brátt springa, þegar Samfylkingin slíti samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Væntanlegur kosningasigur Samfylkingarinnar sé kærkominn, því að þá muni Ísland aftur hverfa í röð norrænna velferðarríkja, sem leyfi ekki fjármagninu að vaða uppi óheftu, eins og verið hafi.

Grein Wades er tímasett, svo að hún komi íslenskum bönkum sem verst í þeim vanda, sem þeir hafa ratað í á lánamörkuðum erlendis (og sést best á háum skuldatryggingarálögum), en auk hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu gjalda íslensku bankarnir þess, hversu hratt þeir hafa vaxið og hversu marga öfundarmenn þeir eiga meðal erlendra keppinauta. Ekki þarf hins vegar að leita lengi að íslenskum heimildarmanni hins nýja Blefkens. Wade endurtekur í meginatriðum það, sem Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor hefur skrifað vikulega hér í blaðið síðustu árin.


Hannes bætir við:


Ég er líka sammála þeim Friðrik Má og Portes um það, að íslenska hagkerfið standi traustum fótum, þegar til langs tíma er litið.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home