fimmtudagur, janúar 15, 2009

Ofsi [***1/2]

Ofsi stendur ekki alveg undir hæpinu. Í fyrsta lagi er hún eiginlega bara nóvella - örstutt. Það er hins vegar líka kostur bókarinnar. Hún er þrusuþétt og mjög dramatísk og skartar fjölda áhugaverðra persóna. Mér finnst þó titilpersónan ekki ná nógu góðu flugi, vantar aðeins haldbærari skýringu á voðaverki hans finnst mér. Mér finnst Gissur standa upp úr í sögunni sem vel mótaður og áhugaverður karakter af hendi höfundar. Hann kemur heim með glýju í augum eftir hirðsetur ytra. Þreyttur á stríðinu og veseninu sér hann möguleika á að koma á friði í landinu með aðferðum stríðskonunga Evrópu, með mægðum. En svo fer sem fer og það kemur í ljós að aðferðin hentar ekki til heimabrúks, óvild andstæðinga er of djúp, voðaverk fortíðarinnar of stór auk þess sem minnstu smámunir verða rót mestu andstyggðarverka eins og í tilfelli Þorsteins grenju. Góð nóvella og maður bíður eftir meiru frá Einari úr þessari átt og mest væri gaman að kjamsa á stórri bók um Snorra og ævintýri hans.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home