mánudagur, júlí 12, 2004

Fínni helgi lokið

Fórum upp í bústað strax eftir vinnu á föstudaginn þar sem ég sló flötina með miklum erfiðismunum, enda hefur ekki verið slegið þarna síðan í fyrra. Ég þóttist nokkuð góður að sleppa með tvö smámeiðsl og dulítinn bakverk.

Á laugardeginum fórum við yfir á Þingvelli þangað sem Dagfinnur hafði boðið til samsætis í Kusukoti. Dagfinnur tók á móti gestum með glæsilegu hlaðborði og fjöri. Nýfæddu börnin voru á svæðinu Stúlka Örnudóttir Dagsdóttir og Edda Liv Guðmundsdóttir Ellingsen. Gaman að fylgjast með þessum furðuverkum þroskast og dafna. Arna tilkynnti að Ónefnd hefði tekið tvo stóra þroskakippi í liðinni viku. Annars vegar hefði hún byrjað að reyna að tala og hins vegar prumpað með lykt. Harðar deilur spruttu í kjölfarið um hvort væri merkilegra. Að deilum og grilli loknu var áfengi haft um hönd.

Komum í bæinn seinni partinn í gær, sunnudag, og var undirritaður heldur dasaður eftir allt saman. Við tók maraþongláp á sjónvarpið. Fréttir, Auglýsingahlé, Cold Case, 24 og loks stórmyndin Enemy at the Gates. Ég man ekki eftir að hafa áður horft jafnlengi samfleytt á sjónvarp. Það er gott að vera laus við 24 sem hefur bundið hendur okkar töluvert á sunnudagskvöldum undanfarnar (24) vikur. En ætli það komi ekki bara eitthvað annað skemmtilegt í staðinn.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home