föstudagur, júlí 16, 2004

Forseti Brandararíkjanna

Var að velta fyrir mér af hverju við Íslendingar ættum ekki að fá að taka þátt í kjósa forseta Bandaríkjanna. Hann ræður nú því sem hann vill ráða hérna hjá okkur, er það ekki? Teymir þjóðina í stríð eftir stríð og ég veit ekki hvað. Forsetakosningar í Brandararíkjunum eru nú reyndar hlægilegar fyrir og afskræming á lýðræðinu, t.d. þegar meðlimir hæstiréttar USA fengu að ráða því að sonur besta vinar þeirra ætti að verða forseti.

Svo fer trúðurinn, sem gegnir nafninu forstráðhra, á fund þessa vitleysings til að betla það að hér verði áfram einhverjar fjórar F-14 þotur en er sendur til baka til að safna frekari upplýsingum, því auðvitað hefur hann ekki getað rökstutt það með neinum hætti hver ógnin er og hvers vegna þessar þotur eru svona hentugar til að verjast henni. Auk þess hef ég fyrir satt að þoturnar fjórar hafi verið vopnlausar undanfarin ár og hafi því einungis verið á svæðinu til málamynda og til að halda uppi atvinnu á Suðurnesjum (sem er auðvitað mikilvægt málefni, en hvar eru hugmyndir ríkisstjórnarinnar um atvinnuþróun á svæðinu þegar, ekki ef, herinn fer?)

Er ekki alveg eins hægt að hafa bara risastór módel af orrustuþotum til að fæla fól frá landinu? Þurfa F-14 orrustuþoturnar eitthvað að geta flogið ef þær geta ekki skotið á óvini? (Annað: Voru ekki F 14 þotur í snilldarmyndinni Top Gun.)

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home