þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Digital Fortress eftir Dan Brown á 60 sekundum

Dan Brown fagnar gríðarlegum vinsældum um þessar mundir. Þrillerar hans eru samtals fjórir og má segja að þeir eigi það sameiginlegt að vera það sem kalla mætti "Besserwisserþriller". Maður lærir mikið af því að lesa þá, í kristnum forspjallsvísindum í Da Vinci Code, listasögu Rómarborgar og Vatíkansins í Angels & Demons, um nýjstu tækni og njósnavísindií Deception Point og um ráðningar dulmála í Digital Fortress. Það er mikill gæðamunur á þessum bókum og í raun er potttið í þeim öllum nánast eins. Sá vondi er alltaf sá sem þú síst heldur (A.m.k. þegar þú ert að lesa Dan Brown í fyrsta skipti). Reyndir lesendur thrillera vita það að þegar sá vondi er alltaf einn af þeim persónum sem koma við sögu, en það er nauðsynlegt svo e.k. afhjúpun geti átt sér stað. Þetta verður því pínlegt þegar afar fáar persónur sem koma við sögu eins og í sögum Dan Brown og maður segir við sjálfan sig á fimmtu síðu: „Það er þessi....“

Fyrir þá sem höfðu gaman af The Da Vinci Code (sem er sú besta og skemmtilegasta af þeim fjórum) og hafa áhuga á Digital Fortress en nenna ekki að eyða heilu kvöldi er bent á niðursoðna útgáfu af bókinn í boði The Guardian.

http://books.guardian.co.uk/digestedread/story/0,6550,1279280,00.html

Vildi að ég hefði séð þessa síðu áður en ég las bókina. Auðvitað er lestur þessara bóka bara spurning um dægradvöl en ekki bókmenntir. En þá er nú hægt að benda á betri bækur sem eru alveg jafn spennandi.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home