fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Rudy to the Rescue?

Rudolph W. Giuliani, fyrrum borgarstjóri New York, gæti verið lykilmaður í tryggja Bush lykilinn að Hvíta húsinu. (Þótt Bush verði líklega að hafa lykilinn í bandi um hálsinn til að týna honum ekki.) Giuliani er fulltrúi hófsamra repúblíkana og ávann sér virðingu langt út fyrir raðir flokksins með vasklegri framgöngu i eftirmála árásanna á New York. Hann gengur nú fram fyrir skjöldu og segist ætla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar fyrir flokkinn. En hvað segir það okkur um þennan fjandans flokk að maður eins og Giuliani sé umdeildur innan hans. Hörðustu Repúblíkanarnir eru tortryggnir í garð Giulianis því í gegnum tíðina hefur hann sinnt málefnum og réttindabaráttu samkynhneigðra, hann hefur stutt réttinn til fóstureyðinga ásamt hertum reglum um byssueign. Rudy er augljóslega tromp á hendi repúblíkana því hann gæti riðið baggamuninn við að sannfæra örlítið fleiri kjósendur í svokölluðum Swing States (Sveifluríkjunum?) um að kjósa áframhaldandi afturhald í Bandaríkjunum.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home