mánudagur, september 13, 2004

Grennum Örninn - aftur

Móður, nýkominn úr sturtu, ennþá hálf-svitnandi, með boozt í hönd. Líður eins og nýsteiktum hamborgara. Já góðir hlustendur, átakið Grennum Örninn er hafið, aftur.

Átti skemmtilega stund með hálfri þjóðinni í World Class í hádeginu og bar tvennt hæst:

a)
Hitti sjónvarpsstjóra Skjás Eins í búningsklefanum og fór svo upp á cross-trainerinn (er til íslenskt orð?) og æfði þar með fyrrverandi sjónvarpsstjóra Skjás Eins og horfði með honum á Skjá Einn þegar maður í Síma-bol gekk framhjá. Úff, lítil þjóð.

b)
Sá frábært tónlistarmyndband við lagið "Bærinn minn Grindavík" með Sigurbirni Dagbjartssyni, þar sem helstu synir og dætur Grindavíkur sameinast í lofsöng um þetta undraverða pláss. Þarna voru Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður, Bergur Ingólfsson leikari, risastóri körfuboltamaðurinn og að sjálfsögðu Kalli Bjarni, óskabarn Grindavíkur. Ég saknaði hins vegar eina alvöru snillingsins úr Grindavík: Guðbergs Bergssonar.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home