fimmtudagur, september 09, 2004

Ísland - Ungverjaland - ofn - kindur

Þegar Íslendingar jöfnuðu, strax eftir að Ungverjar komust yfir, sagði ég við Ástu glaður í bragði: "Sjáðu til, lið sem eru frekar léleg fá oft á sig mark fljótlega eftir að þau skora." Þetta rættist svo tveimur mínútum síðar.

Málaði ofninn í svefnherberginu í gær með málningarsprautu sem var knúin af gamalli ryksugu. Já, það er satt, í gamla daga voru ryksugur nefnilega líka með blásturselementi. Til hvers veit ég ekki.

Stefnan er sett á réttir í Borgarfirði um helgina. Langt síðan maður hefur fundið lykt af sauðfé. Hmm. Af hverju fór ég að hugsa um blautan vettling....


Heimasíða dagsins
Dagur.

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home