Gjafir og klúður
Jæja, fyrstu jólagjafirnar komnar í hús, maður er byrjaður að brýna kreditkortið í helstu verslunum borgarinnar. Orri litli verður án efa ánægður með rosalega flott xxxxxxxxxxx sem við fundum handa honum. Eins á xxxxxxxxx sem við keyptum í xxxxxxxxx handa xxxxxxx eftir að slá í gegn, enda með þremur stillingum og alles.
Ostakörfurnar eru byrjaðar að streyma hingað í vinnuna. Af hverju dettur öllum það sama í hug. Ostakarfa? Hvað eigum við að senda Góðu fólki? Hey, ég veit. Verum svoldið villtir. Sendum þeim körfu, fulla af alls konar ostum.
Séð og heyrt útgáfa Morgunblaðsins var svo smekklegt að gera prentvillu í nafninu mínu í Hverjirvoruhvarinu sínu. Einkennileg staða. Er maður selebrití eða ekki þegar það þykir "fréttnæmt" að ég hafi verið einhvers staðar, en að vita samt ekki hvað ég heiti? Niðurstaðan er auðvitað sú að ég er bara plebbi......eins og þú.
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home