fimmtudagur, desember 16, 2004

Free Bobby Fischer 2

Hef áður skrifað um Bobby Fischer. Mér finnst margt athyglisvert við dvalarleyfi hans hér, svona við fyrstu sýn. Þau tímamót virðast hafa orðið í íslenskum utanríkismálum að við tökum ákvörðun um að gera eitthvað stórt, gegn vilja Brandararíkjanna. Þar er Fischer eftirlýstur fyrir þann einkennilega glæp að hafa teflt nokkrar skákir í Júgóslavíu, landi sem er ekki lengur til. Maður veltir samt fyrir sér hvort Bandaríkin nenni nokkuð að vera að eltast við þennan sjúkling og það sé því löngu búið að gefa "go" á það vestra að kallinn komi hingað. Ætli það sé ekki ágætis lausn fyrir alla.

Hins vegar finnst mér vera svolítil hræsni í þessu máli. Við erum að taka hinn "high profile" landleysingja meðan hundruðum manna, kvenna og barna, sem ríkar ástæður hafa til að vera á flótta, er synjað um dvalarleyfi hér án þess að menn setji sig almennilega inn í þeirra aðstæður. Við erum mjög ódugleg að leysa vanda fólks sem á ekki afturkvæmt til síns heimalands. Getur verið að Fischer sé fyrsti flóttamaður 21. aldarinnar á Íslandi?

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home