mánudagur, desember 20, 2004

Túrkmenistan

Morgunblaðið heldur áfram að gera góðlátlegt grín að Túrkmenistan. Á baksíðu blaðsins í dag er gantast með það að atkvæði fólks hafi verið sótt inn á heimili þess, þ.e. að ruðst hafi verið inn heima hjá fólki á kjörskrá til að neyða það til að kjósa eina flokkinn sem má bjóða sig fram. Fréttir Morgunblaðsins af Túrkemnbashi og taglhnýtinum hans eru iðulega í léttum dúr þótt ástandið í landinu sé á engan hátt skemmtilegt. Mannréttindabrot verða ekki að brandara þótt sá sem fremur þau sé skemmtilega furðulegur.

Inni og útilisti í mannréttindamálum:

Úti
Úkraínumaður, giftur íslenskri konu sendur úr landi fyrir að vera ekki orðinn 24. ára.

Inni
Bobby Fishcer

Úti
Mannréttindaskrifstofa Íslands (sparnaður 8 milljónir)

Inni
Sigmund skrípateikningar (kostnaður 18 milljónir)

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home